Innlent

Kanna hvort á­stæða sé til að herða vopna­lög­gjöfina

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm

„Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær.

Það sé sérstaklega óhugnanlegt að árásin sé gerð svo skömmu eftir mannskæða skotárás í Osló. Byssumaður myrti þar tvo fyrir utan skemmtistað aðfaranótt laugardags fyrir rúmri viku. Ástæða sé til þess að skoða þessi mál hér á Íslandi.

„Eitt af því sem kemur í huga manns er hversu aðgengi að vopnum er auðvelt. Þarna geta aðilar hreinlega komist yfir vopn, farið og nýtt þau í svona skelfingarverk. Ég held að það sé umhugsunarefni fyrir okkur öll, líka hér á landi, að við förum yfir það og rýnum. Og í raun er sú vinna hafin, að fara yfir það hvernig aðgengi að vopnum er farið hér á landi, við vitum það að hér er umtalsverður fjöldi skotvopna, og hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina,“ segir Katrín.

Finnst þér ástæða til að hafa áhyggjur af því að svona nokkuð gæti gerst hér? 

„Við sjáum það að þetta er að gerast í okkar nágrannalöndum, sem eru bara friðsöm lönd, svipuð okkar landi. Þannig að ég held að það sé ekkert útilokað, nei.“


Tengdar fréttir

„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“

Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins.

Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands

Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×