Úrslitakeppnirnar ekki fyrir hjartveika

Einvígi Vals og KR í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla …
Einvígi Vals og KR í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik er ein skemmtilegasta rimma sem sést hefur í íslensku íþróttalífi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Svokallað offramboð ríkir í heimi íþróttanna þessa dagana. Þetta er auðvitað allt hið besta mál, fyrir áhugafólk um íþróttir hið minnsta. Maður átti þetta reyndar inni eftir þennan blessaða kórónuveirufaraldur þar sem allt íþróttalíf lá í dvala svo mánuðum skiptir.

Maður er í raun í þeirri stöðu að þurfa að velja og hafna hvaða viðburði maður ætlar að horfa á og mæta á. Sem starfandi íþróttablaðamaður hefur mér tekist að fara á bæði leiki í úrslitakeppni Íslandsmótsins í handboltanum og körfuboltanum, að meðtöldum leikjum í Íslandsmótinu í knattspyrnu.

Ég veit ekki hvort það sé eitthvað í vatninu hjá handknattleiks- og körfuknattleiksfólki landsins þessa dagana. Kannski er maður búinn að gleyma því hvernig stemningin var í úrslitakeppnunum eftir að þær voru blásnar af á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert