Hugsa stórt til að standast samkeppni

Dóra Björk Gunnarsdóttir.
Dóra Björk Gunnarsdóttir. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

„Aldrei nokkurn tímann datt mér í hug að ég ætti eftir að verða hafnarstjóri þegar ég kom heim frá námi og byrjaði að kenna við grunnskólann,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir sem tók við stöðu hafnarstjóra í Vestmannaeyjum í mars sl. Hún kenndi við grunnskólann í Vestmannaeyjum frá 2000 í tólf ár og var framkvæmdastjóri ÍBV í rúm sex ár, sem hefur nýst henni vel í nýju starfi.

„Tengslanetið sem ég byggði upp hjá ÍBV nýtist mér ótrúlega vel. Kynntist mörgum og á öllum sviðum samfélagsins. Ég var formaður þjóðhátíðarnefndar í nokkur ár og öðlaðist þar mikla reynslu í verkefnastjórnun. Í dag stunda ég meistaranám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst,“ segir hafnarstjórinn.

Starfið er umfangsmikið

Dóra Björk segir það hafa komið sér á óvart hve fjölbreytt, umfangsmikið og skemmtilegt hafnarstjórastarfið sé. Horft sé til framtíðar og unnið að stefnumótun fyrir höfnina sem sé spennandi.

„Þarna nýtist námið á Bifröst mér vel. Ég hef nýtt fyrstu mánuði í starfi til að kynna mér allar hliðar starfseminnar. Farið út með Lóðsinum, farið með í hafnsögu, sinnt yfirsetu og farið með strákunum í spotta svo eitthvað sé nefnt. Finnst ég nú vera komin með yfirsýn til að geta byrjað á stefnumótavinnu fyrir höfnina sem er mikilvægt til framtíðar litið.“

Fá fleiri og stærri skip

Vestmannaeyjahöfn er þriðja stærsta höfn landsins í aflagjöldum og fjórða tekjuhæsta. Starfsmenn eru 11, það eru hafnarverðir og áhöfn Lóðsins. Sjá um alla vigtun á afla, hafnavernd og taka á móti Herjólfi sem fór 1.738 ferðir á síðasta ári. Landrafmagn er fyrir hendi og er það vel nýtt. Þó vantar meira afl þegar landað er úr stærstu skipunum. Unnið er að endurbótum þar. Aðeins Faxaflóahafnir standa betur að vígi með rafmagn fyrir skip. Bryggjukantar í Eyjum eru alls 2.038 metrar.

„Tækfæri hafnarinnar eru í því fólgin að geta tekið á móti stærri og fleiri skipum og að hafnaraðstaðan sé þannig að veður hafi minni áhrif,“ segir Dóra. Með betri aðstöðu megi sinna þjónustu við viðskiptavini hafnarinnar betur og þar með samfélagið allt. Síðastliðið sumar komu tæplega 60 skemmtiferðaskip en 20 sigldu fram hjá, komust ekki inn vegna hafnaraðstæðna og veðurs. Aðeins hluti af tekjum Vestmannaeyjahafnar kemur frá skemmtiferðaskipum en fyrir ferðaþjónustu skiptir þetta gríðarlegu máli.

Undirbúa loðnuvertíð

Núverandi aðstaða skapar óöryggi í fragtflutningum sem getur skapað óþægindi fyrir sjávarútvegsfyrirtækin. Hafa útgerðirnar í einhverjum tilfellum nýtt Herjólf til að koma vörum til móts við flutningaskip á fastalandinu en það er tekjutap fyrir höfnina því ekki eru greidd vörugjöld af afla fluttum með Herjólfi.

Vestmannaeyjahöfn.
Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/Jóhann Sigurður Þórarinsson

Dóra Björk segir að áskoranir hafnarinnar felist líka í því að að flutningaskipin fari stækkandi. „Við tökum á móti 130 metra löngum skipum í dag og snúum þeim hér innan hafnar. Næstu kynslóðar gámaskip verða allavega 150 metrar og komast ekki inn að öllu óbreyttu,“ sagði Dóra Björk. Hún væntir þess að niðurstöður um hvað þurfi að gera liggi fyrir sem allra fyrst.

Hvernig er staðan með fiskiskip, útflutning og aðföng? Það er mikil starfsemi við höfnina og er Vestmannaeyjahöfn ein af stærstu höfnum landsins þegar horft er til umsvifa.

„Þetta stendur stundum tæpt eins og sýndi sig nú fyrr í mánuðinum þegar inni voru þrjú flutningaskip, þrjú uppjávarskip biðu löndunar og var verið að landa úr tveimur. Fyrir utan beið flutningaskip eftir að komast inn. Allt stór skip þannig að það var þröng á þingi og mikið að gera. Það að hafa ekki nema 2.000 metra af bryggjuköntum var vandamál þennan dag og þegar horft er til framtíðar þurfum við að huga að meira plássi til að geta aukið enn frekar við umsvifin. Þá erum við núna að undirbúa komandi loðnuvertíð. Stór hluti af loðnukvótanum er á höndum útgerða í Vestmannaeyjum. Vertíðin stendur stutt og því mikið í húfi að allt gangi upp,“ segir Dóra hafnarstjóri og að síðustu:

Höfnin er okkar auðlind

„Að geta þjónustað viðskiptavini hafnarinnar óháð veðri er draumastaðan. Auðvitað kostar þetta peninga en við sem samfélag þurfum að hugsa stórt til að standa okkur í samkeppni. Fyrirhugað laxeldi í Vestmannaeyjum þýðir meiri inn- og útflutning og því verðum við að mæta. Vestmannaeyjar hafa verið síðasta höfn áður en siglt er til Evrópu og því þurfum við að halda. Næsta kynslóð fragtskipa verður stærri og umhverfisvænni og berum við öll ábyrgð í loftslagsmálum. Höfnin er okkar auðlind og við verðum að horfa til framtíðar,“ sagði Dóra hafnarstjóri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 426,60 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 571,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 245,13 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,58 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,72 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 862 kg
Þorskur 284 kg
Samtals 1.146 kg
29.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.864 kg
Þorskur 47 kg
Rauðmagi 36 kg
Samtals 1.947 kg
29.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.773 kg
Þorskur 315 kg
Skarkoli 33 kg
Samtals 2.121 kg
29.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 3.080 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 64 kg
Grásleppa 9 kg
Ýsa 7 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.432 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 426,60 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 571,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 245,13 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,58 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,72 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 862 kg
Þorskur 284 kg
Samtals 1.146 kg
29.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.864 kg
Þorskur 47 kg
Rauðmagi 36 kg
Samtals 1.947 kg
29.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.773 kg
Þorskur 315 kg
Skarkoli 33 kg
Samtals 2.121 kg
29.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 3.080 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 64 kg
Grásleppa 9 kg
Ýsa 7 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.432 kg

Skoða allar landanir »