Þeir Bjarni Jónsson alþingismaður og Kjartan Páll Sveinsson formaður Strandveiðifélags Íslands ætla að skiptast á skoðunum um strandveiðar. Bjarni skrifaði grein í dag þar sem hann virðist hreint ekki sammála flokksystur sinni, matvælaráðherranum, um endalok strandveiðanna á þessu ári.
Þær Margrét Sanders bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir alþingismaður ætla að skiptast á skoðunum um innflytjendamál en Margrét hefur lýst því yfir að velferðarkerfið í Reykjanesbæ sé komið að þolmörkum og rúmlega það vegna innflytjenda.
Í lok þáttar mætast þeir Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna og Ágúst Bjarni Garðarsson alþingismaður og rökræða nýjar tillögur Innviðaráðherra um umbætur á húsnæðismarkaði.
Fylgjast má með umræðunum í hljóði og mynd í spilaranum hér að neðan: