120 lögreglumenn særst í Frakklandi í dag

Mótmælendur hafa kveikt í byggingum.
Mótmælendur hafa kveikt í byggingum. AFP/Anna Kurth

Fleiri en 120 lögreglumenn hafa særst í mómælunum í Frakklandi í dag. Þá hafa 80 manns hafa verið handteknir.

Miðillinn France24 greinir frá. 

Fjöldi lögreglumanna hefur særst í mótmælunum.
Fjöldi lögreglumanna hefur særst í mótmælunum. AFP/Charly Triballeau

Mómæli í Frakklandi hófust í síðustu viku í kjölfar þess að ný lög um hækk­un eft­ir­launa­ald­urs voru samþykkt. Stjórnvöld þvinguðu frumvarpinu í gegn án atkvæðagreiðslu franska þingsins.

Aukin harka hefur færst í mótmælin í dag. Hafa mótmælendur valdið miklum skemmdum í París, höfuðborg Frakklands.

Mikið rusl er á götum Parísar vegna verk­falla starfs­fólks sorp­hirðu.
Mikið rusl er á götum Parísar vegna verk­falla starfs­fólks sorp­hirðu. AFP/Stefano Rellandini
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert