Körfubolti

Ör­lygsbörn gengu úr stjórn Njarð­víkur

Aron Guðmundsson skrifar
Systkinin Gunnar, Kristín og Teitur
Systkinin Gunnar, Kristín og Teitur Vísir/Samsett mynd

Syst­kinin Kristín, Teitur og Gunnar, af­kom­endur Ör­lygs Þor­valds­sonar og Ernu Agnars­dóttur, gengu öll úr stjórn körfu­knatt­leiks­deildar Njarð­víkur á aukaaðal­fundi deildarinnar í gær­kvöldi.

Frá þessu er greint í til­kynningu frá körfu­knatt­leiks­deild Njarð­víkur á heima­síðu fé­lagsins en Hall­dór Rúnar Karls­son er nýr for­maður deildarinnar.

Ljóst er að Ör­lyggs­syni og dóttur verður því ekki að finna í stjórn fé­lagsins næstu árin en á­samt þeim gengu þeir Agnar Mar Gunnars­son, Brenton Birming­ham og Einar Jóns­son einnig úr stjórn deildarinnar.

Agnar Mar er einnig afkomandi Örlygsættarinnar en móðir hans er Hulda Örlygsdóttir, systir Teits, Gunnars og Kristínar. 

Þó er Eyrún Ósk Elvarsdóttir, dóttir Huldu Örlygsdóttur, ný í stjórn deildarinnar.

Kristín Ör­lygs­dóttir varð árið 2019 fyrsta og eina konan til þessa til þess að gegna em­bætti formanns körfu­knatt­leiks­deildar Njarð­víkur.

Á þeim tíma tók hún við for­mann­skeflinu af Frið­riki Ragnars­syni en hún var síðan endur­kjörin for­maður deildarinnar í mars árið 2021.

Bræður Kristínar, þeir Gunnar- og Teitur Ör­lygs­synir eiga sér ríka sögu með körfu­knatt­leiks­deild Njarð­víkur. Þeir léku saman á sínum tíma með liði fé­lagsins, hafa setið í stjórn þess og þá hefur Teitur áður starfað sem þjálfari karla­liðs fé­lagsins í körfu­bolta.

Enn fremur er Teitur sigur­sælasti leik­maður ís­lensk körfu­bolta frá upp­hafi en á sínum leik­manna­ferli varð hann tíu sinnum Ís­lands­meistari með Njarð­vík.

Nýja stjórn körfu­knatt­leiks­deildar Njarð­víkur skipa:

Halldór Karlsson – formaður

Meðstjórnendur:

Vala Rún Vilhjálmsdóttir

Hafsteinn Sveinsson

Geirný Geirsdóttir

Jón Haukur Hafsteinsson

Eyrún Ósk Elvarsdóttir

Ólafur Bergur Ólafsson

Varastjórn:

Emma Hanna Einarsdóttir

Árni Einarsson

Margrét Sörensen

Ragnar Þór

Hilmar Þór Ævarsson

Ísak Ragnarsson

Er nýrri stjórn óskað vel­farnaðar í komandi verk­efnum í til­kynningu sem birtist á heima­síðu Njarð­víkur.

„Ljóst er að tals­verðar breytingar eru að verða hjá liðunum okkar í Subway-deildinni og því for­vitni­legt að fylgjast með fram­haldinu.

*Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um Eyrúnu Ósk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×