Wilshere yfirgefur Danmörku

Jack Wilshere á æfingu með AGF fyrr í vetur. Fyrir …
Jack Wilshere á æfingu með AGF fyrr í vetur. Fyrir aftan hann glittir í Jón Dag Þorsteinsson. AFP

Jack Wilshere hefur ákveðið að yfirgefa danska knattspyrnufélagið AGF eftir aðeins fimm mánuði hjá félaginu. 

Hann gekk til raðir félagsins í febrúar eftir að hann hafði verið án félags frá því að Bournemouth lét hann fara sumarið 2021. Hann spilaði alls 14 leiki fyrir AGF en danska félagið vann ekki einn af þeim leikjum sem hann lék í. 

Wilshere er fyrrum leikmaður Arsenal og West Ham sem á að baki 34 landsleiki fyrir England og var talinn einn efnilegasti leikmaður heims er hann var ungur hjá Arsenal. 

Ferill hans hefur einkennst af meiðslum þar sem hann hefur aldrei náð sér almennilega úr þeim. 

Wilshere sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert