Glæsilegur sigur Erlings á gestgjöfunum

Erlingur Richardsson kemur skilaboðum áleiðis í kvöld.
Erlingur Richardsson kemur skilaboðum áleiðis í kvöld. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Erlingur Richardsson stýrði Hollandi til óvænts 31:28-sigurs á gestgjöfunum Ungverjalands í fyrsta leik í B-riðli Íslendinga á EM karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 13:10, Hollandi í vil.

Holland byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og komst í 18:14 en Ungverjar voru snöggir að minnka muninn og heimamönnum tókst að jafna í 28:28 þegar skammt var eftir. Þá skoraði næstu þrjú mörk og tryggði sér glæsilegan sigur. 

Kay Smits fór á kostum hjá Hollandi og skoraði tíu mörk og Dani Baijens gerði sex. Mate Lekai skoraði níu fyrir Ungverjaland og Richard Bodo sex. 

Holland hefur aðeins einu sinni áður leikið á Evrópumóti og var það árið 2020. Þá vann liðið Lettland, en tapaði tveimur leikjum. Sigurinn á Ungverjalandi, sérstaklega á útivelli, er mun stærri og því væntanlega stærsti sigur hollenskt karlalandsliðs í handbolta frá upphafi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert