MDE tekur fyrir mál Nöru Walker

Nara Walker kvödd þegar hún hóf afplánun á Hólmsheiði.
Nara Walker kvödd þegar hún hóf afplánun á Hólmsheiði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka til efnismeðferðar tvö mál Nöru Walker, sem var sakfelld hér á landi fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi manni sínum árið 2018. 

Fréttablaðið greinir frá. 

Walker, sem er áströlsk, hlaut 18 mánaða fangelsisdóm fyrir að bíta hluta úr tungu eiginmannsins fyrrverandi. 

Walker sat inni i þrjá mánuði áður en hún var látin laus úr haldi, en 15 mánuðir fangelsisdómsins voru skilorðsbundnir. Walker hefur haldið því fram að brotið hafi verið gegn rétti hennar til að upp­lifa ör­yggi á eig­in heim­ili, en hún seg­ist hafa verið að verja sig gegn of­beld­is­full­um eig­in­manni með tungu­bit­inu. Þá segist hún ekki hafa hlotið sanngjarna málsmeðferð fyrir dómstólum hér á landi. 

Fyrri kæra Walker til MDE varðar dóminn sem hún fékk fyrir líkamsárásina gegn eiginmanni sínum. Síðari kæran varðar meðferð lögreglu á kærum hennar gegn eiginmanninum vegna ítrekaðs heimilisofbeldis sem hún segir hann hafa beitt hana. 

Telur Walker meint brot rík­is­ins varða við 3., 6., 8. og 14. grein sátt­mál­ans. Helstu umkvört­un­ar­efni eru að hún hafi ekki notið rétt­ar­vernd­ar sem fórn­ar­lamb heim­il­isof­beld­is þar sem for­saga máls­ins hafi ekki verið skoðuð og því ekki fall­ist á að um sjálfs­vörn hafi verið að ræða. Þá hafi hún verið álit­in sek, en ekki sak­laus uns sekt henn­ar hafi verið sönnuð og ekki verið kynnt rétt­arstaða hennar á til­hlýðileg­an máta.

Auk þess hafi meðferð henn­ar verið van­v­irðandi, sem meðal ann­ars hafi lýst sér í því að henni hafi verið meinað að leita sér lækn­isaðstoðar vegna áverka sina. Þá hafi hún mætt mis­mun­un með fram­an­greindri meðferð, sem lýs­ir sér meðal ann­ars í því að dóm­ur henn­ar – er­lendr­ar konu – sé þyngri en dóma­for­dæmi eru um í sam­bæri­leg­um mál­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert