Ríkisstjórnin fundar á Egilsstöðum

Ríkisstjórn Íslands mun funda á Egilsstöðum klukkan fjögur í dag.
Ríkisstjórn Íslands mun funda á Egilsstöðum klukkan fjögur í dag. Mbl.is/Hari

Ríkisstjórnin mun koma saman á Egilsstöðum kl. 16 í dag til að ræða tillögur sóttvarnalæknis um takmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. 

Þetta staðfesti Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, í samtali við mbl.is.

Hann segir nokkra ráðherra vera stadda fyrir norðan og austan en að aðrir muni fljúga austur. 

Hann gerir ráð fyrir að allir ráðherrar verði á staðnum nema Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sem eru staddir erlendis, en hefur þó ekki fengið staðfesta mætingu frá öllum. 

Fjórir munu þurfa að fljúga austur ef allir ráðherrar mæta á fundinn. 

Ríkisstjórnin ekki einhuga á mánudag

Þórólf­ur greindi frá því á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í gær að hann hygðist skila inn minn­is­blaði til heil­brigðisráðherra með til­lög­um að aðgerðum til að stemma stigu við út­breiðslu veirunn­ar inn­an­lands.

Ríkisstjórnin var ekki ein­huga um aðgerðir á landa­mær­un­um sem kynnt­ar voru á mánu­dag.

Veðrið fyrir austan og norðan hefur verið einstaklega gott undanfarna daga og vikur og hafa margir landsmenn dvalið þar í sumarfríum sínum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert