Sport

Dagskráin í dag: Undanúrslit Evrópudeildarinnar, ítalski boltinn, NBA og golf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Miami Heat og Boston Celtics eigast við í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í kvöld.
Miami Heat og Boston Celtics eigast við í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í kvöld. Maddie Meyer/Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á sex beinar útsendingar á þessum fína laugardegi. Þar ber hæst að nefna undanúrslit Evrópudeildarinnar í handbolta og úrslit Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta.

Við hefjum þó leik á Ítalíu þar sem næst seinasta umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fer fram um helgina. Salernitana tekur á móti Udinese klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport 4 og Inter og Atalanta eigast við í Meistaradeildarbaráttu klukkan 18:35 á Stöð 2 Sport 2.

Þá fara undanúrslitin í Evrópudeildinni í handbolta fram í dag þegar Montpellier og Füchse Berlin eigast við klukkan 13:20 áður en Granollers og Göppingen mætast klukkan 15:50. Báðir leikir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Á Stöð 2 Sport 4 heldur Bank of Hope Match Play á LPGA-mótaröðinni í golfi áfram klukkan 21:30 og fyrir nátthrafna verður bein útsending frá sjötta leik Miami Heat og Boston Celtics í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta klukkan 00:30 eftir miðnætti á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×