Jari Litmanen missti markamet í kvöld

Teemu Pukki skorar fyrir Finna í kvöld.
Teemu Pukki skorar fyrir Finna í kvöld. AFP

Teemu Pukki varð í kvöld markahæsti landsliðsmaður Finna í knattspyrnu frá upphafi þegar hann skoraði tvívegis gegn Kasakstan í undankeppni HM. 

Með mörkunum tryggði hann Finnlandi þrjú stig og 2:0 sigur í Kasakstan í D-riðlinum. Finnland er með 8 stig eftir sex leiki í þriðja sæti. Er stigi á eftir Úkraínu og fjórum á eftir Frakklandi. 

Pukki hefur skorað 33 mörk í 98 landsleikjum en Jari Litmanen átti metið en hann skoraði 32 mörk í 137 leikjum. Litmanen lék meðal annars á glæsilegum ferli með Ajax, Barcelona og Liverpoo. 

Litmanen var í frábæru liði Ajax sem fór í úrslit …
Litmanen var í frábæru liði Ajax sem fór í úrslit í Meistaradeildinni tvö ár í röð á tíunda áratugnum. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert