Hvetur Grindvíkinga til að leita sér aðstoðar

„Í nótt komu 21 til okk­ar, 3 hund­ar, 2 kett­ir og 2 páfa­gauk­ar,“ seg­ir Gylfi Þór Þor­steins­son, teym­is­stjóri hjá Rauða kross­in­um, spurður í sam­tali við mbl.is hversu marg­ir Grind­vík­ing­ar hefðu leitað til þeirra eft­ir að gos hófst nærri Grinda­vík í morg­un.

Seg­ir Gylfi að klukk­an átta í morg­un hafi all­ir verið komn­ir í hót­elg­ist­ingu.

„Þar geta þau verið í 2-3 daga en vinna var haf­in í raun­inni í gær þegar ljóst var að tæma þyrfti Grinda­vík annað kvöld. Þá hófst strax sú vinna að fara að huga að því hvernig fólki væri komið fyr­ir og nú höf­um við bara þenn­an tíma fram til morg­undags­ins að halda þeirri vinnu áfram og sú vinna mun fara fram í þjón­ustumiðstöð fyr­ir Grind­vík­inga í gamla Toll­hús­inu.“

Mikið álag á Grind­vík­ing­um

 Að sögn Gylfa er starf­rækt sér­stakt áfallat­eymi í þjón­ustumiðstöðinni í Toll­hús­inu enda megi bú­ast við því að Grind­vík­ing­ar séu orðnir þreytt­ir og und­ir miklu álagi.

„Það er ekki ólík­legt að það verði álag á Grind­vík­ing­um næstu daga, eðli­lega og það hef­ur nátt­úru­lega verið það und­an­farna mánuði, en því leng­ur sem álag var­ir á fólki þeim mun erfiðara er að eiga við það ef maður leit­ar sér ekki aðstoðar.“

Hvet­ur hann því alla Grind­vík­inga til að nýta þá aðstoð sem í boði er.

„Við hvetj­um því fólk til að vera í sam­bandi við okk­ur og okk­ar fólk í Toll­hús­inu á morg­un, telji þeir sig þurfa á slíkri aðstoð að halda.“

All­ir munu leggj­ast á eitt

Innt­ur eft­ir því hvort komið hafi til tals að opna sér­stakt hót­el fyr­ir Grind­vík­inga, líkt og gert var á tím­um heims­far­ald­urs­ins fyr­ir þá sem þurftu að fara í ein­angr­un, svar­ar Gylfi því til að í þetta sinn hafi aðrar leiðir verið farn­ar.

„Við höf­um verið að út­vega Grind­vík­ing­um skamm­tíma­hús­næði. Það er annað, eins og þegar þurfti að ein­angra fólk í ein­hvern tíma, að nýt­ast við hót­el­her­bergi því núna eru þetta oft­ar en ekki fjöl­skyld­ur sem er kannski erfiðara að vera að taka mörg hót­el­her­bergi und­ir. Það breyt­ir fjöl­skyldu­líf­inu tölu­vert þannig að við höf­um verið að nýt­ast við aðrar lausn­ir að þessu sinni. Við höf­um verið að nýt­ast við íbúðir, sum­ar­hús og fleira í þeim dúr,“ seg­ir hann og bæt­ir við að nú hafi ríkið komið að þessu með því að kaupa íbúðir í gegn­um leigu­fé­lög­in sín.

„Sú vinna mun ef­laust halda áfram úr því sem komið er. Það mun bara skýr­ast á næstu dög­um hvernig við leys­um þann vanda sem að við blas­ir en það er al­veg ljóst að það munu all­ir leggj­ast á eitt að gera það eins vel og hægt er.“

Gylfi Þór Þorsteinsson hjá Rauða krossinum var á meðal starfsfólks …
Gylfi Þór Þor­steins­son hjá Rauða kross­in­um var á meðal starfs­fólks í fjölda­hjálp­ar­stöðinni í nótt. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert