Sport

Frábær sigur hjá U-19 ára landsliðinu gegn Englandi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson fagnar marki sínu í dag.
Orri Steinn Óskarsson fagnar marki sínu í dag. Vísir/Hulda Margrét

U-19 ára landslið karla í knattspyrnu vann í dag frábæran sigur á Englandi þegar liðin mættust ytra í dag.

Leikurinn er hluti af milliriðli Evrópumótsins en auk þess eru Ungverjaland og Tyrkland með Íslandi og Englandi í riðli. Á miðvikudag gerði Ísland 2-2 jafntefli við Tyrki á meðan England vann Ungverjaland 1-0.

Leikurinn í dag fór fram á New York stadium í Rotherham. Staðan í hálfleik var markalaus en í síðari hálfleik skoraði Orri Steinn Óskarsson fyrir Ísland og kom liðinu í forystu. 

Þetta reyndist eina mark leiksins og lærisveinar Ólafs Inga Skúlasonar gátu fagnað góðum sigri í leikslok og liðið í fínni stöðu að tryggja sig áfram úr riðlinum.

Ísland mætir Ungverjalandi í síðasta leik sínum á þriðjudag.

Byrjunarlið Íslands í dag.Vísir/Hulda Margrét

Byrjunarlið Íslands í leiknum:

1. Lúkas J. Blöndal Petersson

2. Hlynur Freyr Karlsson

3. Arnar Númi Gíslason

4. Logi Hrafn Róbertsson

5. Þorsteinn Aron Antonsson

6. Sigurbergur Áki Jörundsson

7. Eggert Aron Guðmundsson

8. Kristian Nökkvi Hlynsson

10. Orri Steinn Óskarsson

11. Adolf Daði Birgisson

16. Gísli Gottskálk Þórðarson

Ísland fagnar marki Orra Steins.Vísir/Hulda Margrét

Varamenn:

Halldór Snær Georgsson

Hilmir Rafn Mikaelsson

Bjarni Guðjón Brynjólfsson

Daníel Freyr Kristjánsson

Guðmundur Baldvin Nökkvason

Haukur Andri Haraldsson

Arnar Daníel Aðalsteinsson

Ágúst Orri Þorsteinsson

Ingimar Torbjörnsson Stöle




Fleiri fréttir

Sjá meira


×