Ísland og Danmörk saman í riðli

Ísland og Tékkland mættust í umspili um sæti á lokamóti …
Ísland og Tékkland mættust í umspili um sæti á lokamóti EM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dregið var í riðla í undankeppni Evrópumóts U21 árs landsliða karla í fótbolta í dag. Undankeppnin fer fram frá mars á þessu ári og stendur yfir til október á næsta ári.

Ísland var dregið í riðil I, ásamt Danmörku, Wales, Tékklandi og Litháen. Búast má við erfiðum riðli, þar sem Danir eru afar sterkir og Ísland tapaði fyrir Tékkum í umspili um sæti á síðasta Evrópumóti.

Leikið er heima og að heiman og fer efsta lið hvers riðils á lokamótið, ásamt því liði sem er með bestan árangur í öðru sæti í sínum riðli. Önnur lið sem hafna í öðru sæti fara í umspil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert