Gísli í öðru sæti

Aðeins einn leikmaður hefur gefið fleiri stoðsendingar en Gísli Þorgeir.
Aðeins einn leikmaður hefur gefið fleiri stoðsendingar en Gísli Þorgeir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gísli Þorgeir Kristjánsson er í öðru sæti yfir leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir fimm leiki.

Leikstjórnandinn hefur gefið 29 stoðsendingar í fyrstu fimm leikjunum. Aðeins Þjóðverjinn Juri Knorr er með fleiri eða 31 stoðsendingu.

Svíinn Jim Gottfridsson kemur þar á eftir með 28. Máté Lékai frá Ungverjalandi er næstur með 26 og Luka Cindric frá Króatíu er með 25. 

Ómar Ingi Magnússon er næstefstur Íslendinga á listanum, en hann er með 17 stoðsendingar og í 26. sæti. Viggó Kristjánsson er með tólf stoðsendingar í 51. sæti og Aron Pálmarsson í 66. sæti með tíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka