Kærastinn í meðferð eftir spítalavist

Kærasti Mama June, Geno Doak, er farinn í meðferð.
Kærasti Mama June, Geno Doak, er farinn í meðferð.

Raunveruleikastjarnan Geno Doak, kærasti raunveruleikastjörnunnar Mama June, er kominn í meðferð í Suður Karólínuríki eftir að hafa legið stuttlega inn á spítala. 

Doak var lagður inn á spítala í Fort Pierce í Flórídaríki fyrr í þessum mánuðum og var þaðan vísað á meðferðarheimili sem hann fór á á mánudag. Óvíst er af hverju Doak var lagður inn á spítalann. 

Samkvæmt heimildum TMZ er um að ræða meðferðarheimili sem fer fram á að skjólstæðingar skuldbindi sig til 120 daga veru og að Doak hafi verið gefin heimild til að dvelja í allt að heilt ár í meðferðinni ef nauðsyn þykir á. 

Doak var dæmdur í 16 mánaða fangelsi í Macon fangelsinu í Alabama fyrir um mánuði síðan. Hlaut hann dóminn vegna vörslu fíkniefna en hann og Mama June voru handtekin við bensínstöð í Alabama árið 2019 eftir tilkynningu um heimilisofbeldi. Þau voru seinna ákærð fyrir vörslu á krakkkókaíní og áhalda við fíkniefnanotkun. Doak var einnig ákærður fyrir heimilisofbeldi.

Mama June neitaði ásökunum fyrir dómi en hlaut að lokum dóm upp á 100 klukkustunda samfélagsvinnu. Hún forðaðist fangelsisdóm með því að samþykkja nokkur skilyrði sem dómari setti, þar á meðal að vera edrú.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg