Enski boltinn

Rúmlega þrjátíu klukkutíma ferðalag fyrir frestaðan leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Burnley v Tottenham Hotspur - Premier League BURNLEY, ENGLAND - NOVEMBER 28: A screen displaying details of the postponement before the postponed Premier League match between Burnley and Tottenham Hotspur at Turf Moor on November 28, 2021 in Burnley, England. (Photo by Joe Prior/Visionhaus)
Burnley v Tottenham Hotspur - Premier League BURNLEY, ENGLAND - NOVEMBER 28: A screen displaying details of the postponement before the postponed Premier League match between Burnley and Tottenham Hotspur at Turf Moor on November 28, 2021 in Burnley, England. (Photo by Joe Prior/Visionhaus)

Hjón frá Dallas í Bandaríkjunum höfðu ekki heppnina með sér í liði þegar þau ferðuðust alla leið til Burnley til að sjá sína menn í Tottenham spila gegn heimamönnum. Leiknum var nefnilega frestað vegna mikillar snjókomu.

Leikurinn átti að fara fram á Turf Moor, heimavelli Burnley, klukkan 14:00 í dag, en vallarstarfsmenn réðu ekkert við gríðarlega mikla snjókomu og því var leiknum frestað.

Maðurinn birti mynd af sér og konu sinni á Twitter-síðu sinni í gær þar sem hann segir frá ferðalaginu langa.

„Dallas til London til Burnley (næstum komin) 31 klukkustund - enginn svefn - knúin áfram af kaffi, ostakexi og meira kaffi. Spáir skítakulda og snjókomu á leikdegi. Hlutirnir sem maður gerir þegar maður elskar klúbbinn,“ skrifaði maðurinn á Twitter.

Enska úrvalsdeildin hefur ekki gefið út hvenær leikurinn fer fram og því alls óvíst að hjónin nái að sjá lið sitt spila í þessari ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×