Gríðarlega mikilvægt að fá heimaleik

Valskonur mæta HJK frá Helsinki.
Valskonur mæta HJK frá Helsinki. mbl.is/Íris

Jón Höskuldsson formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Val og varaformaður knattspyrnudeildar félagsins segir að Valsmenn séu afar ánægðir með að hafa fengið heimaleik í fyrstu umferð Meistaradeildar kvenna.

Valur dróst gegn finnsku meisturunum HJK Helsinki og á leikurinn að fara fram á Hlíðarenda 3. eða 4. nóvember.

„Til að byrja með þurfum við að fá undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu til að leikurinn geti farið fram á þessum tíma og það er fyrsta skrefið. En annars var gríðarlega mikilvægt að fá heimaleik í þessari umferð, sérstaklega út af ástandinu í heiminum því það er ekkert spaug að fara í keppnisferðir til útlanda um þessar mundir. Við fögnum því þessu en það fylgir því að sjálfsögðu mikið umstang að sjá um framkvæmd á heimaleik við þessar aðstæður," sagði Jón við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert