Fimmtán ákveðið að fara

Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa, segir að fimmtán hafi bæst …
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa, segir að fimmtán hafi bæst í hóp þeirra sem farið hafa heim úr sóttvarnahúsum. Ljósmynd/Almannavarnir

Fimmtán manns hafa bæst í hóp þeirra sem hafa ákveðið að ljúka sóttkví annars staðar en í sóttvarnahúsi, að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar.

Von er á tveimur vélum í dag frá hááhættusvæðum, frá Ósló og Varsjá; kemur hin fyrri um þrjúleytið í dag en hin seinni rétt fyrir miðnætti. Gylfi býst við því að færri komi í sóttvarnahúsin en verið hefur, þar sem fólk verður ekki lengur skikkað í sóttvarnahús.

Hvernig er með útivistartíma fólksins sem dvelur enn þarna – fær það að fara út úr húsi?

„Í rauninni er ekkert verið að vinna í þessu með útivistartíma. Ef fólk velur að vera á sóttvarnahóteli þá verður það að fylgja þeim reglum sem þar gilda. Það er náttúrulega erfitt að útfæra það þegar við erum með 100 manns í húsi,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert