Þrír nýliðar í landsliðshópnum

Elísabeth Ýr Ægisdóttir er einn af nýliðunum þremur.
Elísabeth Ýr Ægisdóttir er einn af nýliðunum þremur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðiðinu í körfuknattleik sem Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið fyrir leiki  gegn Rúmeníu og Ungverjalandi í undankeppni EM í næsta mánuði.

Ísland leikur við Rúmeníu á útivelli 11. nóvember og við Ungverja á Ásvöllum þremur dögum síðar en þetta eru fyrstu leikir undankeppninnar.

Anna Ingunn Svansdóttir úr Keflavík, Dagný Lísa Davíðsdóttir úr Fjölni og Elísabeth Ýr Ægisdóttir úr Haukum eru nýliðarnir þrír en Helena Sverrisdóttir er langreyndasti leikmaður liðsins.

Hildur Björg Kjartansdóttir, Val, og Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðablik, eru báðar meiddar og geta ekki leikið. Þá hefur Guðbjörg Sverrisdóttir einnig verið að glíma við meiðsli að undanförnu og er að hefja leik að nýju. Sigrún Björg Ólafsdóttir, sem leikur í háskóla í Bandaríkjunum, var valin í hópinn, en gat ekki tekið þátt að þessu sinni vegna anna.

Hópurinn er þannig skipaður:

Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)

Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (2)

Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (6)

Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (8)

Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (Nýliði)

Embla Kristínardóttir · Skallagrímur (21)

Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (Nýliði)

Hallveig Jónsdóttir · Valur (25)

Helena Sverrisdóttir · Haukar (77)

Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (6)

Sara Rún Hinriksdóttir · Phoenix Constanta, Rúmenía (23)

Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (21)

Þjálfari: Benedikt Guðmundsson

Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert