Hitamyndavél í anddyri MiniGarðsins

Sigmar Vilhjálmsson.
Sigmar Vilhjálmsson. Ómar Óskarsson

Nú stendur viðskiptavinum MiniGarðsins í Skútuvogi til boða að láta hitamæla sig. Þannig stendur hitamyndavél í anddyrinu en kjósi viðskiptavinir að kanna eigin líkamshita tekur það innan við eina sekúndu án fyrirhafnar. 

Sigmar Vilhjálmsson, maðurinn á bak við MiniGarðinn, segir uppátækið hafa mælst vel meðal fólks. „Í grunninn er þetta ekki staðfesting á einu né neinu enda er engin skylda að láta hitamæla sig. Við finnum hins vegar strax að það er mikil ánægja með þetta hjá fólki,“ segir Sigmar og bætir við að tækið hafi hann fengið að láni frá fyrirtækinu Húsvörn. 

„Það er aðili að flytja þetta inn sem bauð okkur þetta til láns. Við erum ekki að meina neinum aðgang ef fólk er með hita en það gefur tilefni til að fara varlega. Við erum með þessu að stóla á að fólk vilji stunda persónubundnar sóttvarnir.“

„Ekki hægt að reka fyrirtæki upp á von“

Líkt og hjá fjölmörgum öðrum fyrirtækjum hefur rekstrarumhverfi MiniGarðsins verið þungt. Aðspurður segist Sigmar, þrátt fyrir góðar fréttir af þróun bóluefna, gera ráð fyrir að ástandið sökum veirunnar vari út næsta ár. 

„Þó að það gangi vel með mótefni þá gerum við ráð fyrir að þetta verði svona út næsta ár, alla vega rekstrarlega. Við vonum þó auðvitað að svo verði ekki en það er ekki hægt að reka fyrirtæki upp á von. Við höfum lagt upp úr því að búa þannig um hnútana að við getum rekið okkur í sátt við þetta ástand.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK