Krefja spítalann um 60 milljónir króna

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Unnur Karen

Þrír fyrrum starfsmenn Landspítalans hafa höfðað mál gegn spítalanum. Starfsmennirnir fara fram á 20 milljónir króna hver. 

Starfsmönnunum var sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga í eldhúsi spítalans, en í september á síðasta ári var ákveðið að sameina tvær starfseiningar í eldhúsinu. Alls sex konum og tveimur körlum var í framhaldinu sagt upp störfum. Tveir voru síðan endurráðnir. 

Ríkisútvarpið hefur eftir lögmanni starfsmannanna þriggja að farið er fram á alls 60 milljónir króna vegna uppsagnanna. Fyrirtaka í málinu verður á miðvikudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Sameyki, stéttarfélag í almannaþágu, fordæmdi uppsagnirnar með ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins fyrir rúmu ári. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert