Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi

Alexei Navalní, skömmu áður en hann var útskrifaður.
Alexei Navalní, skömmu áður en hann var útskrifaður. AFP

Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalní, sem Vesturlönd segja að hafi verið byrlað eitur, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.

„Miðað við bata sjúklingins og núverandi ástand telja læknar að hann geti náð sér að fullu,“ sagði í yfirlýsingu frá sjúkrahúsinu í Berlín þar sem hann hefur legið inni í 32 daga.

Navalní varð al­var­lega veik­ur um borð í flugi frá Síberíu til Moskvu hinn 20. ág­úst. Hann lá inni á rúss­nesk­um spít­ala í tvo daga áður en hann var færður til Þýska­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert