Úr stúkunni út á gólfið

Ásgerður og Viggó fagna fræknum sigri Íslendinga á Frökkum á …
Ásgerður og Viggó fagna fræknum sigri Íslendinga á Frökkum á HM í Þýskalandi 2007. Günter Schröder

„Skemmtileg mynd frá þessum leik, þarna er ég fyrir miðju með hendur hátt upp í loft en þá var ég gjaldkeri HSÍ (1996-2005) og við hlið mér er sonur minn, Viggó, sem lyftir höndum hátt upp við hlið mér og glittir í andlit hans, nú er hann að fara á sitt fyrsta HM sem leikmaður.“

Sunnudagsblaðinu barst svohljóðandi bréf frá Ásgerði Halldórsdóttur eftir að meðfylgjandi mynd birtist í myndasyrpu í blaðinu frá gömlum heimsmeistaramótum í handbolta um liðna helgi.

Téður Viggó er vitaskuld Kristjánsson, vinstrihandarskyttan sem hefur verið að gera það gott með Stuttgart í Þýskalandi og landsliðinu að undanförnu.

Myndin var tekin á sigurleik Íslands gegn sjálfum Frökkum 2007. „Þessi leikur á móti Frakklandi var með ólíkindum og við sem horfðum á leikinn trylltumst af gleði með hverju markinu. Vonandi verður þetta mót okkur farsælt,“ segir Ásgerður.

Viggó Kristjánsson lætur vaða í leik Íslands gegn Portúgal á …
Viggó Kristjánsson lætur vaða í leik Íslands gegn Portúgal á dögunum. Eggert Jóhannesson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert