Eitt lið með fullt hús stiga

Diontae Johnson hjá Pittsburgh Steelers skýlir boltanum en Tye Smith …
Diontae Johnson hjá Pittsburgh Steelers skýlir boltanum en Tye Smith tæklar hann. AFP

Eitt lið er nú með fullt hús stiga í NFL-deildinni í amerískum fótbolta eftir leiki helgarinnar. 

Pittsburgh Steelers hefur leikið sex leiki og unnið þá alla. Steelers vann öflugt lið Tennessee Titans 27:24 og þar kom fyrsta tap Titans. Pittsburgh Steelers er sögufrægt lið og hefur sex sinnum orðið meistari en síðast gerðst það árið 2008. 

Seattle Seahawks tapaði einnig í fyrsta skipti á tímabilinu þegar liðið mætti Arizona Cardinals en Cardinals vann eftir framlengdan leik 37:34. Þegar Cardinals skoraði sigurmarkið var það í fyrsta sinn sem liðið komst yfir í leiknum. Liðin eru í sama riðli, NFC West, og staðan í riðlinum varð töluvert meira spennandi við þessi úrslit. Í riðlinum eru einnig LA Rams og San Francisco 49ers. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka