Innlent

Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Jódís Skúla.
Jódís Skúla. arnar halldórsson

Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna.

Jódís Skúladóttir lýsir því í færslu á Facebook hvernig þrítugur maður misnotaði hana þegar hún var sautján ára. Maðurinn var að sögn Jódísar kanóna innan SÁÁ.

„Sami maður tekur svo á móti mér þegar ég leita mér hjálpar þremur árum síðar við fíknivanda.“

Jódís segir sögu sína ekki einsdæmi innan SÁÁ og telur að hjá samtökunum hafi viðgengst ófagleg vinnubrögð sér í lagi í ofbeldismálum og málefnum kvenna - og segir nóg komið.

„Það koma bara ný og ný og ný mál. Samtökin eða SÁÁ félagsskapurinn er ekki að valda verkefninu. Hvort sem við horfum í fjármálin, stjórnina, það eru langi biðlistar, það vantar alltaf pening. Ég held að við hljótum að horfast í augu við það að eins og þetta er sett upp. Það er bara ekki að vika.“

Hún segist gera sér grein fyrir mikilvægu starfi SÁÁ og að þar starfi fólk af góðum hug - en að verkefnið sé of flókið.

„Ég held að verkefnið sé ofvaxið því að frjáls félagasamtök eigi að halda utan um eins stóran málaflokk og hluti heilbrigðiskerfisins er. Fíknivandi er heilbrigðismál.“

Jódís segir að gerandi sinn sé enn starfandi innan SÁÁ.

„Svo að við vísum nú aftur í mín prívat mál þá er búið að staðfesta við mig að umræddur einstaklingur er enn starfandi innan SÁÁ og ég hef tekið ákvörðun um að nafngreina ekki. Ég ber enga skömm, ég þarf engri skömm að skila. Skömmin er alfarið hans og það er þá hans og þeirra sem innanbúðar vita um stöðuna að taka ákvörðun um að stíga fram og taka ábyrgð.“

Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir í samtali við fréttastofu að hún hafi haft samband við Jódísi í dag vegna málsins til þess að fá vitneskju um meintan geranda. Valgerður segir málið litið alvarlegum augum og að brugðist verið við því af festu.


Tengdar fréttir

Stjórnin fundi um málið á næstu dögum

Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×