Áratuga arðrán í óverjandi kerfi

Gríðarlegur áhugi er fyrir bandraísku háskólaíþróttunum og hér er stuðningsfólk …
Gríðarlegur áhugi er fyrir bandraísku háskólaíþróttunum og hér er stuðningsfólk Georgia Bulldogs í úrslitaleik ruðningsins gegn Alabama Crimson Tide síðustu nótt. AFP

Úrslitaleikurinnn í ruðningnum sem fjallað var um á mbl.is í morgun er í samhengi við breytingatímabil í háskólaíþróttum hér vestra.

Í gegnum áratugina hafa landssamtök háskólaíþrótta – NCAA – barist hart gegn minnstu réttindum íþróttafólks í háskólaíþróttum, þrátt fyrir langvarandi gagnrýni fyrrum og núverandi keppnisfólks, sem og nær allra þeirra sem til þekkja.

Mesta gagnrýnin hefur tengst keppninni í körfuknattleik karla og ruðningsíþróttinni, en þær skapa lungann af innkomu allra háskólaíþrótta – allt á baki hæfileika leikmanna, sem NCAA hefur bannað í áratugi að fá svo mikið sem eina krónu í laun fyrir utan borgun skólagjalda og íveru á heimavist.

Fyrir flest íþróttafólkið í íþróttum sem skapa litla sem enga innkomu hjá háskólunum, hafa þessi kjör þótt réttlát, en eftir því sem að innkoman af keppninni í körfuknattleik karla og ruðningnum hefur farið í stjarnfræðilegar upphæðir (milljarðar Bandaríkjadala á ári), hefur verið erfiðara fyrir landssamtökin að réttlæta þetta arðrán. 

Arðrán er rétta orðið hér, því án hæfileika leikmanna í þessum íþróttum hefur NCAA enga vöru að selja á skemmtanamarkaðnum í sjónvarpi, sem skapar langstærstu tekjurnar. 

Í þessu kerfi hefur öllum þeim sem á einhvern hátt komast í tengslum við leikina og hafa peningalegar tekjur af þeim, s.s. fjölmiðlar og starfsfólki þeirra, þjálfarar og annað starfsfólk sem vinnur með leikmönnum, starfsfólk íþróttahalla og leikvanga, skrifstofuliðið og stjórnun kerfisins, ferðaþjónustu- og veitingaiðnaðurinn, auk veðbankafyrirtækjanna. Allt þetta fólk, og þeir iðnaðir sem það vinnur fyrir, geta tekið eins mikinn pening og markaðurinn leyfir – allir nema leikmennirnir sjálfir.

Körfuboltinn í NCAA er jafnan vel sóttur og þaðan fara …
Körfuboltinn í NCAA er jafnan vel sóttur og þaðan fara stærstu stjörnurnar beint í NBA. AFP

Loks komin hreyfing í rétta átt

Eftir því sem að laun þjálfara í þessum tveimur íþróttum hefur farið út úr öllum völdum (þeir bestu geta fengið tíu milljónir dala á ári í grunnlaun, auk allskonar annarar inkomu sem getur auðveldlega tvöfaldað þau laun), hefur pressan sem þessir peningar hafa í för með sér að ná árangri á landsvísu leitt til þess að forráðamenn íþróttadeilda háskóla hafa verið fljótir að reka þjálfara sem ekki hafa náð „viðeigandi” árangri á vellinum – hversu vel þeir annars hafa gert í starfi sínu að móta unga einstaklinga í háskólanámi að takast á við lífið eftir námið.

Íþróttadeildir háskóla hér vestra greiddu hálfan milljarð Bandaríkjadala í fyrra til þjálfara sem höfðu verið reknir. Ekki víst skortur á peningum í kerfinu þegar til þess kemur, en yfirvöld háskólaíþróttana segja að enginn peningur sé til þegar til kemur að auka á tekjur og hlunnindi leikmanna sjálfra.

Þetta hefur gerst á sama tíma og NCAA hefur neitað leikmönnum um svo mikið sem krónu í laun eða aðra hagsbót.  Það hefur aðeins verið á undanförnum árum að þetta arðrán hefur loks náð athygli stjórnmála kerfisins.

Hér í Kaliforníu voru lög samþykkt fyrir tveimur árum sem leyfðu nemendum í háskólaíþróttum að hafa tekjur af nafni sínu eða ímynd (svokölluð NIL regla). Þetta leiddi til þess að önnur fylki fóru að hugsa sig til hreyfings í sömu átt og sú þróun var víst nóg til þess að í fyrra samþykkti NCAA á skömmum tíma að leyfa nemendum í háskólaíþróttunum að hafa tekjur af nafni sínu og ímynd. 

Margir af þessum nemendum voru fljótir til að notfæra sér frelsið – mest til að byrja með á vefnum. Eftir nokkra mánuði - án þess að þessi þróun hafi leitt til vandamála - hafa flestir þeir sem voru gegn þessum breytingum skipt um skoðun og má reyndar segja að almennt sé spurningin í dag frekar „hvað tók svo langan tíma?”

Allt þetta peningamál skyggir á ákveðna fegurð háskólaíþróttanna hér vestra, en menningin í kringum þær almennt og keppnina sjálfa sérstaklega, er hluti sem laðar marga að háskólaíþróttum Það er oft ótrúleg stemning í kringum leiki í háskólaruðningnum – mun meiri en hjá flestum liðum í atvinnudeildinni – og vonin er að á næstu árum muni kerfið vera réttlátara þegar til kemur til keppnisfólksins sjálfs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert