Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið

Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.

Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Auglýsing

Halyna Hutchins, 42 ára kvik­mynda­töku­stjóri, var við störf á töku­stað mynd­ar­innar Rust í Santa Fe í Nýju Mexíkó í gær þegar hún varð fyrir skoti úr leik­muna­byssu. Alec Bald­win, aðal­leik­ari og einn af fram­leið­endum mynd­ar­inn­ar, hleypti af skot­inu.

Atvikið átti sér stað rétt fyrir klukkan 14 í gær að stað­ar­tíma á búgarði við Bon­anza Creek þar sem upp­tökur á vestr­anum fara fram. Hutchins var skotin í mag­ann og var flutt með þyrlu á sjúkra­hús í Nýju Mexíkó þar sem hún lést af sárum sín­um. Leik­stjór­inn Joel Souza varð einnig fyrir skoti en hann hefur verið útskrif­aður af sjúkra­húsi. Rann­sókn lög­reglu stendur yfir en ákæra hefur ekki verið gefin út. Bald­win gaf skýrslu fljót­lega eftir atvikið að eigin frum­kvæði.

Hutchins fædd­ist í Úkra­ínu og ólst upp meira og minna á her­stöð á norð­ur­skaut­inu. Hún hóf starfs­feril sinn sem blaða­maður en færði sig yfir í kvik­mynda­geir­ann eftir að hafa starfað við kvik­mynda­fram­leiðslu á breskum kvik­myndum í Aust­ur-­Evr­ópu. Hún flutti síðar til Banda­ríkj­anna þar sem hún útskrif­að­ist úr AFI- kvik­mynda­skól­anum í Los Ang­eles árið 2015. Fyrir tveimur árum útnefndu lands­sam­tök kvik­mynda­töku­stjóra hana eina af efni­leg­ustu kvik­mynda­töku­stjórum Banda­ríkj­anna.

Auglýsing

Hutchins virt­ist kunna vel við sig á búgarð­inum þar sem tök­urnar fóru fram, að minnsta kosti ef marka má Instagram en á þriðju­dag birti hún mynd­skeið af sér á hest­baki á töku­stað.

Heill­andi og hæfi­leik­a­rík mamma

Kvik­mynda­heim­ur­inn er í sárum vegna frá­falls Hutchins. Adam Egypt Morti­mer, leik­stjóri hasar­mynd­ar­innar Archeny, vann með Hutchins við gerð mynd­ar­innar á erfitt með að átta sig á því að svona nokkuð geti gerst. „Halyna var ótrú­leg lista­kona sem var að hefja feril sem ég held að margir voru að taka eft­ir,“ segir Morti­mer í sam­tali við BBC.

Þá velti hann sér fyrir hvernig svona nokkuð geti ger­st, bæði úr frá þeim örygg­is­sjón­ar­miðum sem tíðkast í kvik­mynda­iðn­að­in­um, auk þess sem hann á erfitt með að átta sig á þeirri stað­reynd að Hutchins hafi fallið frá með þessum hætti.

Elsku­leg, hlý, fynd­in, heill­andi og opin. Og fyrst og fremst hæfi­leik­a­rík. Þannig lýsir Catherine Goldschmidt kvik­mynda­töku­stjóri vin­konu og sam­starfs­konu sinni. „Hún var einnig mamma, og það er það erf­iða,“ segir Goldsmith, sem dáð­ist að Hutchins fyrir að ná að sam­tvinna móð­ur­hlut­verkið og starfs­fram­ann, eitt­hvað sem konur í Banda­ríkj­unum hafa þurft að berj­ast fyr­ir.

Auglýsing

Leik­stjór­inn og kvik­mynda­töku­stjór­inn Elle Schneider minn­ist Hutchins á Twitter þar sem hún seg­ist orð­laus yfir harm­leiknum og krefst hún svara. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem and­lát verður á töku­stað með þessum hætti en harm­leik­ur­inn minnir óneit­an­lega á dauða leik­ar­ans Brandon Lee, son Bruce Lee, sem lést við tökur á kvik­mynd­inni The Crow árið 1993. Þá reynd­ist raun­veru­leg byssu­kúla vera í skot­vopni sem notað var við tök­ur. Systir Lee vottar aðstand­endum Hutchins samúð sína í færslu á Twitt­er.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent