Búa sig undir nístingskulda vestanhafs

Kalt er í Kanada og Bandaríkjunum.
Kalt er í Kanada og Bandaríkjunum. AFP/Sebastien ST-JEAN

Gríðarlegur kuldi hefur mælst í norðausturhluta Bandaríkjanna og Kanada í dag. Frekara frosti er spáð í kvöld. Á sumum svæðum er mögulegt að söguleg kuldamet falli.

Veðurstofa Bandaríkjanna hefur varað við því að í ríkinu Maine geti hitastigið farið niður í -51 gráðu, þ.e. með vindkælingu eins og mælingar vestanhafs miðast gjarnan við.

Slíkur kuldi hefur ekki mælst á svæðinu frá árunum 1982 og 1988.

Húð geti kalið

Veðurstofan í Maine segir þennan kuldabola sögulegan. Varar hún við því að berskjaldaða húð geti kalið á aðeins fimm mínútum við þessar aðstæður.

Í Boston var skólum lokað í dag og gert ráð fyrir því að frostið fari niður í -34 gráður, með vindkælingu. Í New York-borg er -23 gráða frosti spáð með sama hætti.

Fólk dragi úr orkunotkun sinni

Í Quebec, höfuðborg Kanada, og í austurhluta Kanada hafa veðurviðvaranir verið gefnar út. Í borginni Montreal hefur frostið farið niður í -41 gráðu þegar vindur er tekinn með í reikninginn.

Orkufyrirtækið Hydro-Quebec rbýr sig undir mikla raforkunotkun í kvöld og hefur hvatt fólk til að draga úr orkunotkun sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert