Enski boltinn

Sömdu við fyrrum sam­herja Gylfa og birtu mynd­bandið stór­kost­lega af Ancelotti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ancelotti vissi ekkert hver Luke Garbutt var og er.
Ancelotti vissi ekkert hver Luke Garbutt var og er. vísir/getty

Luke Garbutt sem ólst upp hjá Leeds og fór þaðan til Everton er genginn í raðir Blackpool í ensku C-deildinni.

Garbutt var á mála tjá Everton í níu ár. Hann kom sextán ára gamall frá Leeds og yfirgaf liðið í sumar.

Það vakti mikla athygli þegar félagið samdi ekki við Garbutt að þá var stjóri Everton, Carlo Ancelotti, spurður út í Garbutt.

Ítalski stjórinn kom hins vegar algjörlega af fjöllum og vissi ekkert um hvaða leikmann blaðamennirnir voru að spyrja.

Ancelotti til varnar þá var Luke lánaður til sex liða á tíma sínum hjá Everton og var á láni hjá Ipswich er Ancelotti tók við Everton.

Nú er Garbutt hins vegar kominn með lið en hann á baki yngri landsleiki með öllum landsliðum Englands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×