Alexander Lind er liðsfélagi Stefáns Teits Þórðarsonar hjá Silkeborg og var hann valinn í 21 árs landslið Dana í þessum glugga.
Lind er 21 árs gamall framherji og hefur átt mjög gott tímabil með Silkeborg þar sem hann hefur skorað tíu mörk í aðeins fimmtán leikjum.
Lind náði meðal annars að skora í sjö leikjum í röð frá byrjun ágúst fram í lok september
Danska knattspyrnusambandið tilkynnti það á samfélagsmiðlum sínum að Lind yrði ekki með danska 21 árs landsliðinu sem flaug í gær til Spánar til að spila vináttulandleik á móti Marokkó.
Þar kemur fram að Lind hafi nýverið opnað sig og sagt frá þessu vandamáli sínu sem er mikil flughræðsla. Hann ætlar nú að leita sér hjálpar.
„Félagið hefur fengið aðstoð fyrir mig og fundið einhvern sem ég geta talað við,“ sagði Alexander Lind við Ekstra Bladet.
„Því miður var Alexander Lind ekki með í flugvélinni í morgun eins og restin af liðinu þegar það ferðaðist til Spánar fyrir æfingarleik á móti Marokkó. Ástæðan er mikil flughræðsla,“ sagði í yfirlýsingu danska sambandsins.
Landsliðsþjálfarinn Steffen Højer segir að þetta sé leiðinlegt en að hann virði ákvörðunina hjá Lind.