Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Ferðabönn hafa verið sett á og hlutabréf fallið í verði um allan heim í dag vegna vaxandi áhyggja af útbreiðslu nýs mjög stökkbreytts afbrigðis kórónuveirunnar. Það hefur nú greinst í að minnsta kosti fimm löndum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fylgst með spennandi vendingum í pólitíkinni en æðstu stofnanir stjórnarflokkanna á milli landsfunda koma saman á morgun þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur og borinn upp til atkvæða. Ráðherrum verður líklega fjölgað um einn og stofnað verður nýtt innviðaráðuneyti.

Þá heyrum við í frambjóðendum sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna. Þau segja það mikil vonbrigði að Alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra.

Einnig förum við yfir könnun á viðbrögðum landsmanna við yfirhalningu Bónus-gríssins og verðum í beinni útsendingu frá hátíðarstemningu í Hellisgerði í Hafnarfirði.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×