Stærri makríll sækir lengra til vesturs

Íslensku uppsjávarskipin hafa oft fengið stæðilegan makríl, en tegundin er …
Íslensku uppsjávarskipin hafa oft fengið stæðilegan makríl, en tegundin er líklegri til þess að nálgast Ísland eftir því sem hún er stærri. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Eftir því sem makríll eldist og stækkar gengur hann lengra til norðurs í Noregshafi og til vesturs inn í landhelgi Íslands og sum ár inn á grænlenskt hafsvæði. Þetta er niðurstaða vísindamanna eftir að hafa rýnt í gögn um endurheimtur rafaldsmerkja.

Vísindagrein um rannsóknina var nýlega birt í vísindatímaritinu Frontiers in Marine Science og er fjallað um hana í færslu á vef Hafrannsóknastofnunar. Tveir sérfræðingar hjá stofnuninni eru meðhöfundar að greininni, þau Anna Heiða Ólafsdóttir og Sigurður Þór Jónsson.

Í rannsókninni var stuðst við endurheimtur 1-3 árum eftir merkingu eða alls 7522 endurheimtur. Á árunum 2011 til 2021 voru 430 þúsund fiskar merktir við vesturströnd Írlands og Skotlands, og við Snæfellsnes.

Fimm ára makríl lengst vestur

„Algengt er að ganga 3-4 ára (32-34 cm) makríls sé takmörkuð við suðurhluta Noregshafs, 4-5 ára (34-35 cm) fiskur gengur norðar inn í norðurhluta Noregshafs, og 5+ ára (>35 cm) fiskur gengur í vestur inn í íslenska landhelgi og enn lengra í norður í átt að Svalbarða,“ segir í færslunni.

Þá er vakin athygli á að stærð sé ekki eina breytan „sem stjórnar gönguleiðinni þar sem mikill munur er á milli ára á göngumynstri eftir stærð. Það bendir til að umhverfisskilyrði, eins og hafstraumar og fæðuskilyrði, og stofnstærð hafi einnig áhrif á göngumynstur. Niðurstöður um fjarlægðir frá merkingarstað á hrygningarslóð að heimtustað og þann sundhraða makríls sem þyrfti til að komast á milli, benda til þess að miklar líkur séu á því að makríll gangi beint inn í íslenska efnahagslögsögu í norðvestur frá Írlandi, fyrir sunnan Færeyjar, án þess að fara fyrst inn í Noregshaf.“

Myndræn framsetning á tilgátu um hvernig göngumynstur makríls breytist með …
Myndræn framsetning á tilgátu um hvernig göngumynstur makríls breytist með aldri og stærð. Mynd/Frontiers of Marine Sciences
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 425,05 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 587,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 267,79 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 142,93 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 140,01 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 270,05 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Elfa HU 191 Handfæri
Þorskur 739 kg
Ufsi 14 kg
Samtals 753 kg
7.5.24 Gulltindur ST 74 Handfæri
Þorskur 764 kg
Samtals 764 kg
7.5.24 Júlía SI 62 Handfæri
Þorskur 771 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 776 kg
7.5.24 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.551 kg
Samtals 1.551 kg
7.5.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 541 kg
Þorskur 78 kg
Samtals 619 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 425,05 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 587,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 267,79 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 142,93 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 140,01 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 270,05 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Elfa HU 191 Handfæri
Þorskur 739 kg
Ufsi 14 kg
Samtals 753 kg
7.5.24 Gulltindur ST 74 Handfæri
Þorskur 764 kg
Samtals 764 kg
7.5.24 Júlía SI 62 Handfæri
Þorskur 771 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 776 kg
7.5.24 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.551 kg
Samtals 1.551 kg
7.5.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 541 kg
Þorskur 78 kg
Samtals 619 kg

Skoða allar landanir »