Fallegir sætukoppar á lyngi

Bláber. Enn er of snemmt að segja fyrir um hvernig …
Bláber. Enn er of snemmt að segja fyrir um hvernig rætist úr berjasprettunni í sumar mbl.is/Ómar Óskarsson

„Maímánuður var ákaflega kaldur sem lofar ekki góðu um aðalbláberjasprettu. Eins hefur verið litið til snjóalaga. Þegar þau haldast þá hlífa þau berjalynginu,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður.

„En þegar maður skoðar bláberjalyng í Borgarfirði og víðar þá er það merkilega fallegt að sjá og með sætukoppa.“ Hann segir að það sé því alls ekki útséð með berjasprettuna í sumar.

Meira hefur verið litið til hitastigs en úrkomu þegar spáð er í sprettu berja, þó eru miklir þurrkar ekki góðir fyrir þroska berjanna. Sveinn Rúnar segir að krækiberin séu óútreiknanlegri varðandi þessa þætti en aðalbláberin.

Það kemur í ljós hvernig úr rætist þegar kemur fram í ágústmánuð. Býst Sveinn Rúnar jafnvel við þroskuðum berjum um miðjan ágúst. Berjatíminn hefur færst örlítið fram undanfarin ár. Fólk er farið að tína ber mun fyrr en áður. Á árum áður var aðalberjatíminn síðustu dagarnir í ágúst og fyrsta vikan í september, eða þar til fyrstu næturfrost komu og spilltu berjunum. gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert