Fótbolti

Lærisveinar Steven Gerrard sóttu sín fyrstu stig

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leon Balagoun fagnar marki sínu í kvöld.
Leon Balagoun fagnar marki sínu í kvöld. Ian MacNicol/Getty Image

Alls fóru fram 14 leikir í Evrópudeild UEFA í dag og í kvöld. Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers sóttu sín fyrstu stig með 2-0 sigri gegn Brøndby og Napoli hleypti spennu í C-riðil með 3-0 sigri gegn Legia Varsjá svo eitthvað sé nefnt.

Danska liðið Brøndby fór til skotlands þar sem Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers tóku á móti þeim. Leon Balogun og Kemar Roofe sáu um markaskorun heimamanna er Rangers unnu 2-0, en þetta voru fyrstu stig liðsins í A-riðli.

Í C-riðli tók ítalska liðið Napoli á móti Legia Varsjá frá Póllandi. Lorenzo Insigne, Victor Osimhen og Matteo Politano skoruðu allir fyrir Napoli á seinusta stundarfjórðungi leiksins og tryggðu liðinu 3-0 sigur.

Legia Varsjá heldur toppsæti riðilsins með  sex stig, en Napoli situr í öðru sæti með fjögur.

Eintracht Frankfurt vann góðan 3-1 sigur gegn Olympiacos í D-riðli og í E-riðli gerðu Lazio og Marseille markalaust jafntefli, en öll úrslit Evrópudeildarinnar í dag og í kvöld má sjá hér fyrir neðan.

A-riðill

Rangers 2-0 Brøndby

Sparta Prague 3-4 Lyon

B-riðill

PSV Eindhoven 1-2 Monaco

Sturm Graz 0-1 Real Sociedad

C-riðill

Napoli 3-0 Legia Varsjá

D-riðill

Fenerbache 2-2 Royal Antwerp

Eintracht Frankfurt 3-1 Olympiacos

E-riðill

Lazio 0-0 Marseille

Lokomotiv Moscow 0-1 Galatasaray

F-riðill

FC Midtjylland 1-1 Rauða stjarnan

Ludogorets Razgrad 0-1 SC Braga

G-riðill

Real Betis 1-1 Bayer Leverkusen

H-riðill

Rapid Vín 2-1 Dinamo Zagreb

West Ham 3-0 Genk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×