Dregur lögmæti erfðaskrárinnar í efa

Mæðgurnar Lisa Marie Presley og Priscilla Presley árið 2006.
Mæðgurnar Lisa Marie Presley og Priscilla Presley árið 2006. AFP

Priscilla Presley, fyrrverandi eiginkona tónlistarmannsins Elvis Presley, hefur dregið lögmæti undirskriftar dóttur sinnar, Lisu Marie Presley, í erfðaskránni í efa. BBC greinir frá.

Lisa Marie lést hinn 12 janúar síðastliðinn 54 ára að aldri.

Priscilla hefur látið dómstólum í hönd að meta lögmæti undirskriftarinnar en Lisa Marie gerði breytingar á erfðaskrá sinni árið 2016. Þar tók hún móður sína, sem og fyrrverandi viðskiptastjóra sinn Barry Siegel, út af erfðaskránni og færði inn börn sín Benjamin og Riley Keough. Benjamin lést árið 2020, 27 ára að aldri og því erfir Riley móður sína.

Í kæru sinni segir Priscilla að hún hafi aldrei verið látin vita af þessum breytingum á erfðaskrá dóttur sinnar, en það er eitt af skilyrðunum sé erfðaskránni breytt. Hún segir enn fremur að dóttir hennar hafi misritað nafn móður sinnar og að undirskrift hennar virðist ólík hennar hefðbundnu undirskrift.

Dánarorsök Lisu Marie hefur ekki verið gerð kunn, en hún var lögð inn á spítala fyrr um kvöldið vegna hjartabilunar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson