Fótbolti

Bayern losar sig við Nagelsmann fyrir Tuchel

Smári Jökull Jónsson skrifar
Julian Nagelsmann virðist vera að missa starfið hjá Bayern Munchen.
Julian Nagelsmann virðist vera að missa starfið hjá Bayern Munchen. Vísir/Getty

Julian Nagelsmann verður ekki þjálfari Bayern Munchen mikið lengur ef marka má fréttir kvöldsins. Ýmsir miðlar greina frá því að Bayern hafi ákveðið að reka Nagelsmann og ráða Thomas Tuchel í staðinn.

Julian Nagelsmann hefur verið þjálfari Bayern Munchen síðan árið 2021 en liðið er í öðru sæti þýsku deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa slegið út stórlið PSG.

Fabrizio Romano, hinn virti blaðamaður, greindi frá því á Twitter í kvöld að Bayern væri að íhuga það að reka Nagelsmann og skrifaði svo stuttu síðar að fréttirnar væru staðfestar og að Thomas Tuchel væri búinn að samþykkja að taka við liðinu.

Þýska blaðið Bild greinir einnig frá málinu en Tuchel var síðast þjálfari Chelsea en var sagt upp í haust og Graham Potter ráðinn í staðinn.

Næsti leikur Bayern í deildinni er gegn Dortmund um aðra helgi en Dortmund er í efsta sæti deildarinnar, einu stigi á undan Bayern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×