Stálu jólaskrauti í Breiðholti

Jólaskrauti var stolið úr geymslunum. Myndin er úr safni.
Jólaskrauti var stolið úr geymslunum. Myndin er úr safni. mbl.is/Styrmir Kári

Jólaskrauti var stolið úr geymslum í fjölbýlishúsi í Breiðholti síðdegis í dag. Lögreglu barst tilkynning um innbrotið klukkan fjögur en skemmdir höfðu verið unnar á dyraumbúnaði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu.

Nokkuð var um almennar aðstoðarbeiðnir til lögreglu en rúm 40 verkefni komu á borð lögreglu frá klukkan þrjú síðdegis í dag og fram á kvöld. 

Annað innbrot var tilkynnt rétt fyrir klukkan fimm í dag. Það var framið í húsnæði í Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Enn er óljóst hverju var stolið. 

Klukkan fimm síðdegis var tilkynnt um líkamsárás í Bústaðahverfi. Einn var handtekinn á vettvangi og gistir nú fangageymslur í þágu rannsóknar málsins. Þolandi hlaut minni háttar áverka.

Klukkan tíu í kvöld mætti kona á lögreglustöðina við Hlemm og tilkynnti um líkamsárás. Þolandi upplýsti um hver meintur gerandi væri. Málið telst að mestu leyti upplýst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert