Stefnir í áhorfendamet í Eyjum – fengu auka stúku að láni

ÍBV bregður á það ráð að bæta við auka stúku …
ÍBV bregður á það ráð að bæta við auka stúku til þess að koma fleiri áhorfendum fyrir í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Þriðji leikur ÍBV og Hauka í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handknattleik karla fer fram í Vestmannaeyjum í kvöld.

ÍBV leiðir 2:0 í einvíginu og getur því með sigri í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Áhugi Eyjamanna á þriðja leiknum er gífurlegur enda var brugðið á það ráð að fá lánaða stúku aukalega frá Þorlákshöfn til þess að koma fleiri áhorfendum fyrir í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum.

„Það styttist í að það verði uppselt, við höfum ekki séð svona áhuga áður.

Við náum að koma um 240 manns aukalega með þessari stúku, þannig að það stefnir allt í fjölmennasta handboltaleik sem farið hefur fram í Vestmannaeyjum,“ sagði Vilmar Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV, í samtali við Eyjafréttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert