Katla með tvö mörk í fyrri hálfleik (myndskeið)

Katla Tryggvadóttir og Hlín Eiríksdóttir fagna.
Katla Tryggvadóttir og Hlín Eiríksdóttir fagna. Ljósmynd/@KDFF1998

Katla Tryggvadóttir skoraði tvö marka Kristianstad í dag þegar liðið vann góðan útisigur á Örebro, 4:2, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en þrír íslenskir leikmenn eru í hvoru liðanna.

Örebro komst yfir snemma leiks en Katla skoraði tvö mörk og Tilda Persson eitt fyrir Kristianstad á 15 mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik.

Fyrra mark Kötlu kom eftir góðan undirbúning Hlínar Eiríksdóttur og Katla bætti við þriðja marki Kristianstad á 27. mínútu eftir sendingu Hlínar en það var einnig af fallegri gerðinni. Fyrra markið má sjá hér að neðan.

 Kristianstad komst síðan í 4:1 í síðari hálfleiknum.

Hlín lék allan leikinn með Kristianstad og Katla spilaði í 70 mínútur. Þá kom Guðný Árnadóttir inn á eftir 59 mínútur hjá liðinu.

Áslaug Sigurbjörnsdóttir lék í 79 mínútur með Örebro og Katla María Þórðardóttir í 66 mínútur en Bergþóra Sól Ásmundsdóttir kom inn á hjá Örebro á 66. mínútu.

Kristianstad er í fjórða sæti deildarinnar með 9 stig úr fimm leikjum en Örebro situr eftir á botninum, án stiga eftir fimm leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert