Kría sást í Hornafirði í síðustu viku

Krían býr yfir mikilli flugfærni eins og þekkt er.
Krían býr yfir mikilli flugfærni eins og þekkt er. mbl.is/Ómar

Sést hefur til kríunnar hér á landi undanfarið og alla vega í þremur tilfellum eftir því sem Morgunblaðið kemst næst.

Blaðið forvitnaðist um gang mála hjá Brynjúlfi Brynjólfssyni hjá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands á Höfn í Hornafirði en hann segir algengt að kríunnar verði vart í kringum 21. til 24. apríl.

„Fyrsta tilfellið var 23. apríl en þá sást kría úti við ósinn hérna í Hornafirði. 25. apríl sást önnur og í morgun [gærmorgun] sást sú þriðja. Þetta er heldur seinna en mörg síðustu ár,“ segir Brynjúlfur og á þá við staka fugla. Í fyrra hafi fyrsta krían til að mynda sést 18. apríl. Ekki hefur enn sést hópur af kríum á þessu ári.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert