fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Uppþot á Brask og brall vegna sölu Tíu lítilla negrastráka

Heimir Hannesson
Föstudaginn 16. október 2020 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsvert fjaðrafok hefur orðið á sölusíðunni Brask og brall á Facebook í dag, en fyrr í dag var eintak Tíu lítilla negrastráka boðið þar til sölu. Eintakið er frá 1965, og virðist vera í þokkalegu ástandi.

Skjáskot af auglýsingunni, og fjölda viðbragða má sjá hér að neðan.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa: „Beint í ruslið,“ segir ein, og „myndi kveikja í henni,“ segir önnur. Svo virðist sem sala bókarinnar virðist stuða býsna marga. Enn annar svarar auglýsingunni svo: „Átt að brenna þessa bók og skammast þín fyrir að senda þetta hér inn þetta er siðblinda í mínum augum.“

Enn aðrir koma bókinni og bóksalanum til varnar og segja menningarverðmæti og saga felist í bókinni.

Tíu litlir negrastrákar er lag sem samið var af hinum bandaríska Septimus Winner og kom fyrsta eintakið út árið 1868. Hét fyrsta útgáfa bókarinnar Ten Little Niggers. Nafn bókarinnar þróaðist síðar í Ten Little Injuns (Indians), og textanum breytt, af augljósum ástæðum. Að því er segir á Wikipedia færslu um lagið var lagið síðar gefið út í Bretlandi með upprunalegum titli og þaðan þýtt á fjölda tungumála, þar á meðal íslensku.

Íslenska útgáfan kom fyrst út árið 1922 í þýðingu Gunnars Egilssonar og gefin út oft á árunum á eftir. Síðast var hún endurgefin út árið 2007.

Seljandinn, Guðrún Erla, óskar eftir tilboðum í bókina, og ef marka er fjölda fyrirspurna er ljóst að mikill áhugi er til staðar.

Samkvæmt óformlegri athugun blaðamanns á leitir.is, er þessi útgáfa bókarinnar frá árinu 1965 aðeins til á örfáum bókasöfnum hér á landi. Fleiri eintök eru til af 1973, 1979 og 1988 útgáfunum á bókasöfnum víða um land.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat