Vandræði Juventus halda áfram

Juventus er í basli eftir tap gegn Napólí.
Juventus er í basli eftir tap gegn Napólí. AFP

Ítalska stórveldið Juventus er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Liðið mátti þola 1:2-tap á útivelli gegn Napólí í gær.

Álvaro Morata kom Juventus yfir á 10. mínútu og var staðan í leikhléi 1:0, Juventus í vil.

Matteo Politano jafnaði fyrir Napólí á 57. mínútu og Kalidou Koulibaly skoraði sigurmark heimamanna á 85. mínútu.

Napólí er með fullt hús stiga eftir tvo leiki og í toppsætinu. Lazio. Inter Mílanó, Roma og AC Milan eiga öll leik til góða og geta jafnað Napólí á stigum á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert