Eldur í raðhúsi í Kópavogi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á vettvangi nú eftir hádegi.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á vettvangi nú eftir hádegi. mbl.is/Árni Sæberg

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var rétt eftir hádegi í dag kallað út vegna eldsvoða í raðhúsaíbúð við Hrauntungu í Kópavogi.

Töluverður eldur var í íbúðinni er slökkvilið bar að garði. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og engin slys urðu á fólki.

Frá vettvangi brunans í dag.
Frá vettvangi brunans í dag. Ljósmynd/Aðsend

Nokkrir einstaklingar voru inni í húsinu þegar eldsins varð vart en þeir náðu að forða sér út.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins má búast við að mikið tjón hafi orðið á íbúðinni en engar skemmdir urðu á nærliggjandi íbúðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert