Fimm eftirminnileg skipsströnd

Meðal stærstu frétta ársins er strand flutningaskipsins Ever Given í Súes-skurði. Engan sakaði í strandinu og ekki varð vart við olíuleka en það sama var ekki upp á teningnum í þeim skipsströndum sem hér hafa verið tekin saman.

Töluverð olía lak úr skipinu MV Wakashio en það strandaði skammt frá Máritíus í fyrra.
Töluverð olía lak úr skipinu MV Wakashio en það strandaði skammt frá Máritíus í fyrra.
Auglýsing

Heims­byggðin hefur haft augun á skip­inu Ever Given upp á síðkastið og strandi þess í Súes-­skurð­in­um. Hið tæp­lega 400 metra langa skip sat þar fast í um sex sól­ar­hringa. Efna­hags­leg áhrif strands­ins eru gríð­ar­leg enda fara um tólf pró­sent af vöru­flutn­ingum heims­ins um Súes-­skurð­inn.

Ekki nóg með að töf hafi orðið á send­ingum heldur bein­línis skemmd­ist vara sem sat föst í gámum í skipum beggja vegna skurðs­ins og dýr á leið til slátr­unar þurftu að húka við slæman kost í skipum sem biðu eftir því að kom­ast leiðar sinn­ar.

Ef horft er á jákvæðu hlið­arnar þá sak­aði engan í strand­inu sem er ekki sjálf­gefið þegar um skips­strand er að ræða. Kjarn­inn tók saman fimm eft­ir­minni­leg skips­strönd í kjöl­far strands Ever Given. Mann­fall varð í sumum þeirra og í öðrum voru áhrifin á líf­ríkið á strand­stað gríð­ar­leg vegna olíu­leka.

Auglýsing

Exxon Valdez situr fast í Prince William sundi. Mynd: EPA

1. Exxon Valdez

Þann 24. mars árið 1989 sigldi olíu­skipið Exxon Valdez í strand í Prince William sundi í Alaska. Strandið er ef til vill jafn þekkt og raun ber vitni vegna þess hve mikil olía lak úr skip­inu með til­heyr­andi áhrifum á líf­ríkið í grennd­inni. Talið er að um 250 þús­und sjó­fuglar hafi drep­ist vegna olíu­lek­ans, tæp­lega þrjú þús­und otr­ar, um 300 sel­ir, 250 skalla­ern­ir, 22 háhyrn­ingar og millj­arðar laxa­hrogna. Þús­undir tóku þátt í hreins­un­ar­starfi á strand­stað.

Þrátt fyrir að strand Exxon Valdez sé mörgum minn­is­stætt og það alræmt vegna allrar olí­unnar sem lak úr skip­inu, þá hafa umfangs­meiri olíu­lekar orðið á síð­ustu ára­tug­um. Mestu olíu­lek­arnir eiga það þó sam­eig­in­legt að hafa orðið vegna árekstra skipa en ekki vegna strands. Olíu­lek­inn vegna strands Exxon Valdez er sá mesti sem orðið hefur í Banda­ríkj­unum ef frá er tal­inn olíu­lek­inn sem varð frá Deepwa­ter Horizon olíu­bor­p­all­inum í Mexík­óflóa árið 2010.

Forsíða Morgunblaðsins 6. mars 1997.

2. Víkar­tindur

„Nítján skip­brots­menn af þýska flutn­inga­skip­inu víkart­indi björg­uð­ust giftu­sam­lega um borð í þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-LÍF, eftir að skipið strand­aði skammt frá Þjórs­ár­ósi um klukkan 20:30 í gær­kvöld­i.“ Á þessum orðum hófst for­síðu­frétt Morg­un­blaðs­ins fimmtu­dag­inn 6. mars 1997, morg­un­inn eftir strand Víkart­inds en Eim­skip hafði skipið þá á leigu.

Eftir að vél skips­ins hafði bil­að, dag­inn sem skipið strand­aði, tók það að reka að landi. Varð­skipið Ægir mætti á vett­vang en skip­stjóri Víkart­inds hafn­aði hins vegar aðstoð Land­helg­iss­gæsl­unn­ar. Að lokum gaf skip­stjór­inn eftir og Ægir hóf til­raunir við að koma taug í skip­ið. Aðstæður voru væg­ast sagt ekki góðar og í seinni til­raun Ægis til að koma taug í Víkart­ind fékk varð­skipið á sig brot­sjó með þeim afleið­ingum að einn báts­manna Ægis hafn­aði í sjónum og lést.

Líkt og áður segir tókst að bjarga öllum úr áhöfn Víkart­inds með hjálp þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. „Það er hæpið að björg­un­ar­sveitir í landi hefðu komið mönn­unum í land án þyrl­unn­ar, fyrr en skipið rak að landi. Þyrlan sann­aði sig með glæsi­brag,“ sagði Jón Her­manns­son, svæð­is­stjóri björg­un­ar­að­gerða, í áður­nefndri frétt Morg­un­blaðs­ins. Aðstæður voru enda mjög slæmar og björg­un­ar­menn í landi sáu ekki skipið þegar skip­verjar voru hífðir um borð í þyrl­una þrátt fyrir að skipið væri aðeins um 100 til 150 metrum frá landi.

Sam­kvæmt rann­sókn­ar­skýrslu um strandið var „miklu meng­un­ar­slysi“ forðað með vel heppn­aðri dæl­ingu á olíu úr skip­inu en talið er að um 95 pró­sent af olíu skips­ins hafi verið dælt úr því. Þannig tókst að afstýra bráða­meng­un­ar­slysi eins og það er orðað í skýrsl­unni en mikil vinna fór auk þess í að tína rusl úr fjör­unni í nágrenni skips­ins, svo sem timb­ur, pappír og annað slíkt sem hafði rekið á land.

Árið 2018 sagði Frétta­blaðið frá því að það sem eftir væri af Víkart­indi hefði komið upp úr sand­in­um, 21 ári eftir strand.

Wilson Muuga sat fast á strandstað skammt frá Sandgerði í um fjóra mánuði. Mynd: Flickr/breyr

3. Wil­son Muuga

Aðfar­arnótt 19. des­em­ber 2006 strand­aði flutn­inga­skipið Wil­son Muuga við Hvals­nes á Suð­ur­nesj­um. Skipið var þá á leið frá Grund­ar­tanga til Rúss­lands. Sam­kvæmt umfjöllun um strandið í bók­inni Ísland í ald­anna rás, 2001-2010 þá bil­aði svo­nefndur gýrókompás með þeim afleið­ingum að skipið beygði sjálf­krafa og án við­vör­unar í átt að landi þegar það var statt skammt sunnan við Sand­gerði.

Danska varð­skipið Triton sigldi í átt að strand­stað en skipið var þá næst strand­inu og óskað var eftir því að það færi á stað­inn til að kanna aðstæð­ur. Skip­herra varð­skips­ins ákvað að setja út björg­un­ar­bát og hefja flutn­ing á áhöfn Wil­son Muuga frá borði. Aðstæður til björg­un­ar­starfa voru erf­ið­ar, vindur var hvass og öldu­hæð eftir því. Björg­un­ar­bát­ur­inn varð vél­ar­vana og honum hvolfdi með þeim afleið­ingum að allir um borð fóru í sjó­inn, alls átta skip­verj­ar.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unnar var þá þegar á leið á strand­stað og hóf áhöfn hennar leit að skip­verj­unum átta. Sjö þeirra fund­ust en einn báts­maður af varð­skip­inu hafði lát­ist eftir að flot­galli hans rifn­aði og fyllt­ist af sjó. Félagar hans höfðu haldið honum á floti um tíma en örmögn­uð­ust og misstu hann frá sér. Eftir að skip­verjum varð­skips­ins hafði verið bjargað hófust flutn­ingar á áhöfn Wil­son Muuga í land með þyrl­unni og varð henni allri bjarg­að.

Skipið mátti dúsa á strand­stað í um fjóra mán­uði uns það var loks dregið í burtu. Olíu hafði þá verið dælt úr því en í tönkum skips­ins voru um 120 tonn af svartolíu og 25 tonn dísilol­íu.

Costa Concordia liggur á strandstað við eyjuna Giglio. Mynd EPA.

4. Costa Concor­dia

Örfáum klukku­stundum eftir að Costa Concor­dia lagði úr höfn í viku­langa sigl­ingu um Mið­jarð­ar­hafið kom babb í bát­inn. Skip­stjór­inn hafði ákveðið að sigla nær eyj­unni Giglio undan ströndum Tosk­ana hér­aðs til þess að gleðja far­þega sína, enda eyjan fal­leg. Skip­stjór­inn sigldi of nærri eyj­unni og stærð­ar­innar gat kom á skrokk skips­ins eftir að það sigldi utan í grjót á grynn­ingum undan ströndum eyj­ar­inn­ar.

Vatn tók að flæða inn í skipið og vél­ar­rúm þess fór á kaf. Við það sló einnig raf­magni út um borð. Vegna vinda tók stjórn­laust skipið að reka aftur í átt til eyj­ar­innar Gigl­io. Skipið tók svo niður skammt frá landi og lagð­ist á hlið­ina. Flestir far­þeg­ana komust í björg­un­ar­báta en rým­ing skips­ins var erfið sökum þess hve mikið skipið hall­aði í sjón­um. Í slys­inu fór­ust alls 32. Alls voru 3.206 far­þegar um borð þegar það strand­aði en 1.023 í áhöfn.

Skip­inu var komið á flot og það dregið til Genóa þar sem það var rifið í brota­járn.

Francesco Schettino, skip­stjóri Costa Concor­dia, var að lokum dæmdur til 16 ára fang­els­is­vistar vegna slyss­ins. Skip­stjór­inn var harð­lega gagn­rýndur fyrir það að hafa komið sér frá borði áður en búið var að koma öllum far­þegum og öðrum í áhöfn í björg­un­ar­báta. Á meðan rétt­ar­höld yfir skip­stjór­anum stóðu yfir á hann að hafa haldið því fram að hann hafi bein­línis fallið útbyrðis þegar skipið var að leggj­ast á hlið­ina, beint ofan í björg­un­ar­bát sem síðan hafi siglt með hann til lands, þvert á óskir hans sjálfs.

Skip­inu, eða flaki þess, var komið á flot rúmum tveimur árum eftir að það strand­aði. Það var dregið til hafnar í Genóa sem liggur norð­ar­lega á Ítal­íu, við Lígúr­íu­haf­ið. Þar var skipið rifið í brota­járn.

MV Wakashio eftir að það klofnaði í tvennt. Mynd: EPA

5. MV Wakashio

Það eru ekki nema rúmir átta mán­uðir síðan síð­astt varð alvar­legur olílu­eki vegna skips­strands. Í júlí í fyrra strand­aði skipið MV Wakashio skammt undan ströndum Mári­tí­us. Um 4.000 tonn af olíu voru í tönkum skips­ins og um 1.000 tonn hið minnsta eru talin hafa farið í sjó­inn í kringum strand­stað.

Í umfjöllun BBC er olíu­lek­inn ekki sagður mik­ill í sam­an­burði við aðra olíu­leka sem orðið hafa á und­an­förnum ára­tugum en að áhrifin verði engu að síður mikil og lang­vinn. Allt í kringum strand­staðin eru mikil kór­al­rif sem eru mik­il­væg fyrir líf­ríki hafs­ins. Þá hafa sér­fræð­ingar áhyggjur af því að olían í haf­inu muni hraða kór­al­bleik­ingu.

Skipið klofn­aði í ágúst í fyrra og var fremri hluta þess sökkt. Nú stendur yfir nið­ur­rif á þeim hlluta skips­ins sem ekki var sökkt en til stendur að end­ur­vinna það sem hægt er að end­ur­vinna af skip­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent