16 sjúklingar með virkt Covid-smit

Einn er í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans vegna Covid-19.
Einn er í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans vegna Covid-19. Ljósmynd/Landspítalinn

Alls eru 16 sjúklingar á Landspítalanum með virka Covid-19 sýkingu og eru þeir í einangrun. Aftur á móti hefur einangrun verið aflétt af 35 sjúklingum sem eru á sjúkrahúsinu í dag. Aftur á móti hefur einangrun verið aflétt af 35 sjúklingum sem eru á sjúkrahúsinu í dag.

Alls hafa 173 sjúklingar legið á Landspítalanum vegna Covid-19 frá upphafi þriðju bylgju faraldursins. Af þeim hafa 15 látist en í flestum tilvikum hefur smit viðkomandi tengst Landakoti. 

211 sjúklingur er í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 31 barn. 11 starfsmenn Landspítalans eru skráðir í einangrun og 14 í sóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert