Hætta sölu á sætum við neyðarútgang

Flugfélagið tekur enga áhættu og hættir sölu á sætum við …
Flugfélagið tekur enga áhættu og hættir sölu á sætum við neyðarútgang. AFP/Yonhap

Suðurkóreska flugfélagið Aisana Airlines hefur hætt sölu á sætum við neyðarútgang eftir að farþegi um borð í einni vél félagsins opnaði slíkan útgang á meðan vélin var enn á flugi í 200 metra hæð í síðustu viku.

Atvikið átti sér stað þegar vélin var að koma inn til lendingar á Daegu alþjóðaflugvellinum, um 240 kílómetra suðaustur af Seúl, en flugmanninum tókst að lenda vélinni skömmu síðar. Tæplega 200 farþegar voru um borð og nokkrir voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Enginn slasaðist þó alvarlega.

AFP

Fannst hann vera að kafna um borð

Frá og deginum í dag verður ekki hægt að kaupa sæti 31A og 26A í vélum félagsins þrátt fyrir að vélin sé full, en um öryggisráðstöfun er að ræða, að kemur fram í tilkynningu.

Maðurinn sem opnaði neyðarútganginn gæti átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi en hann hefur borið fyrir sig að honum hafi þótt hann vera að kafna um borð og hafi viljað yfirgefa vélina í flýti. Fannst honum flugið taka lengri tíma en það átti að gera.

Hann kveðst hafa verið undir miklu álagi og hafi nýlega verið rekinn úr starfi. Hann er með hreint sakavottorð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert