Silfurliðið mætir bronsliðinu í kvöld

Franska landsliðið í göngutúr hjá hóteli sínu, skammt frá Giza-píramídunum …
Franska landsliðið í göngutúr hjá hóteli sínu, skammt frá Giza-píramídunum í Egyptalandi. AFP

Auk viðureignar Portúgals og Íslands í fyrstu umferð riðlakeppninnar á HM í handknattleik í kvöld er sannkallaður stórleikur á dagskrá á sama tíma.

Þá mætast Norðmenn og Frakkar í E-riðlinum en þetta eru einmitt liðin sem fengu silfur og brons á síðasta heimsmeistaramóti árið 2019. Norðmenn töpuðu þá fyrir Dönum í úrslitaleik en Frakkar unnu Þjóðverja í leiknum um bronsið.

Leikurinn getur ennfremur haft mikla þýðingu fyrir íslenska liðið því fari svo að Ísland verði eitt þeirra þriggja liða sem komast áfram úr F-riðli keppninnar verða andstæðingarnir þrjú efstu liðin í E-riðlinum. Reikna má fastlega með því að Noregur og Frakkland verði þar á meðal.

Alsír og Marokkó, tveir næstu andstæðingar íslenska liðsins á eftir Portúgölum, mætast í fyrsta leik F-riðilsins klukkan 17 í dag að íslenskum tíma.

Leikir dagsins á HM:

14.30 H Hvíta-Rússland - Rússland
17.00 E Austurríki - Sviss
17.00 F Alsír - Marokkó
17.00 H Slóvenía - Suður-Kórea
19.30 F Portúgal - Ísland
19.30 E Noregur - Frakkland
19.30 G Svíþjóð - Norður-Makedónía

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert