fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Vísbendingar um að faraldurinn sé aftur á niðurleið – „Ánægjulegt að sjá þessa fækkun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. september 2020 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ánægjulegt að sjá þessa fækkun en tölurnar sveiflast milli daga og við skulum sjá hvað gerist,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á COVID-upplýsingafundi dagsins, og vísaði hann þar til þess að fjöldi smitaðra var 30 síðasta sólarhring en hafði verið 78 eftir föstudaginn. Sagði Þórólfur síðar á fundinum að vísbendingar væru um að það væri að takast að ná böndum á þriðju bylgju faraldursins.

Af þeim 30 sem greindust í gær voru 15 í sóttkví. Stór hluti smitaðra tengist krám og öldurhúsum sem hafa verið í fréttum undanfarið vegna smita, meðal annars Brew Dog og Irish Man.

Mikill fjöldi sjúklingasýna var tekinn í gær eða um 1.100. Af þeim reyndust 3% jákvæð.

Vinna smitrakningarteyma gengur mjög vel og hefur verið fjölgað í teymunum.

Þórólfur sagði ekki ástæðu til að herða samkomutakmarkanir að svo stöddu. Tilmælum er beint til fyrirtækja og stofnana um að afmarka rými á vinnustöðum og bjóða sem flestum upp á fjarvinnu. Kom fram á fundinum að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir hafi tekið vel við sér hvað varðar sóttvarnir og væri það ánægjulegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun